Silfurskotturnar í svefnherberginu.

Ég er búin að vera díla við silfurskottur í íbúðinni minni í Hlíðunum þar sem ég bý með syni mínum Stefáni Bent 2 ára. Okkur líður vel þarna og erum búin að búa í þessari litlu kósí íbúð síðan í febrúar. Um helgina fann ég silfurskottu í svefnherberginu. Ég er búin að vera með gæsahúð síðan! Aðsjálfsögðu fór ég í kasti og póstaði þessu inná beauty tips og fékk góð ráð, svo fór ég og talaði við húsfélagið. Ákvað að taka ábyrgðina í mínar hendur og bauðst til þess að tala við meindýraeyði fyrir hönd húsfélagsins.

Þetta var nú aðeins meira mál en ég hélt.. það þarf að undirbúa íbúðirnar fyrir sprautun eitursins og síðast en ekki síst þarf að sprauta hvern einasta krók og kima í stigagangnum og öllum íbúðunum/geymslum osfv. til að útrýma „krúttunum“. Svo kostar þetta 150þús kall. Gjaldkerinn var ekki alveg að fara hoppa á að ég pantaði bara meindýraeiðinn eftir þetta samtal. Það átti að safna fyrir verkinu!

Í gær fór ég í Byko og keypti eitur, ég eitraði íbúðina mína…útkoman var ógeðfeld þar sem „krúttin“ komu eitt af öðru undan veggjakörmunum og síðast en ekki síst voru flestar undir rúminu mínu! Martröðin um lifandi pöddur undir rúminu var sem sagt orðin að veruleika..

Ég hef ákveðið að púlla Pollyönnu á þetta! Einfaldlega að sama í hvaða aðstæðum ég lendi, alltaf að einblýna á jákvæðnina. Hvað get ég lært og tekið frá þessari reynsu?

Mig klægjar í hausinn við að skrifa þessa færslu og ég vaknaði í morgun með tak í hálsinum því ég sofnaði útfrá tölvunni (project runway) því ég var svo hrædd við að fara sofa, hugsandi um það hvort ég hefði ekki náð að drepa öll krúttin..

Pollyana er mætt úti þennan fallega þriðjudag.

3 athugasemdir við “Silfurskotturnar í svefnherberginu.

Færðu inn athugasemd