Hugleiðingar á föstudegi.

Ok þetta var glötuð fyrirsögn…mjög svo fyrirsjáanleg eða eitthvað. Fyrsta sem mér datt í hug. Jæja skiptir ekki öllu. Ég er að hugleiða bæði helgina og vikuna sem var að líða.

Er að nefninlega svo heppin að ég mun vera að fara eyða helginni með hópi fólks að hugleiða og dansa Kiirtan. ALLA helgina. Það er æðislegt. Þetta verður 4 skiptið sem ég fer og rækta hugleiðsluna mín og já mannleg samskipti svona í leiðinni, sem má btw alltaf rækta og bæta. Hef mikinn áhuga á því sem og hugleiðslunni auðvitað.

Þarna mætum við í gamlan lýðháskóla…samt ekki alveg viss hvað fór þar fram…en já mætum og tökum Kiirtan sem er dans og söngur sem hitar líkamann upp fyrir sjálfa hugleiðsluna. Kiirtaninn hjálpar við að opna orkustöðvarnar (chakra) sem liggja frá efstu stöð sem er í fyrir ofan kollinn á okkur og alla leið niður hryggjinn í gegnum hálsinn og hjartað okkar. Þær eru sjö talsins og hafa hver sinn lit.

Þetta er eins og að hita líkamann upp á brettinu áður en maður fer að rífa í lóðin. Sem sagt mjög mikilvægt og bara gott stuff í alla staði!

Mér finnst ómetanlegt að hafa verið leidd á þá braut í lífinu og lifa andlegu lífi. Þetta á svo vel við mig og get ég í dag ekki verið án þess. Reyni því sem best ég get að rækta þetta fallega fyrirbæri sem er mitt innra og sanna sjálf. Kærleikann og ástina sem ég get sett útí kosmósið til að bæta heiminn og gera hann að betri stað. Maður gerir sig kannski ekki alltaf grein fyrir því hvernig heimurinn virkar. Það er allt lifandi og allt sem við gerum skiptir máli, hvað orku við setjum útí heiminn. Er eigilega bara klökk við að skrifa þetta. Mikið þakklæti sem býr í hjartanu á mér.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s