Friðarsinninn.

Mig langar rosalega að skrifa um flóttamennina í Sýrlandi og já, ekki bara Sýrlandi heldur líka löndunum í kring -og viðskiptabannið á Ísrael…hvað er að frétta með það!

Nei ok svona í alvöru, þá langar mig ekkert að skrifa um sýrlensku flóttamennina þó ég hafi mikla samkennd með þeim og voni að við Íslendingar getum gert eitthvað til að hjálpa, svo væri ég líka til í að þessu heimskulega viðskiptabanni væri aflétt. Þetta er náttlega bara common sense.

En allavega point-ið mitt er það að mig langar ekkert mikið að skrifa um hvað er að í heiminum heldur langar mig að skrifa um það sem er gott og jákvætt að gerast. Því það sem þú veitir athygli á það til að vaxa og dafna í lífi þínu….það er eigilega bara þannig.

Ég missi líka oftast athyglina þegar ég les eða heyri svona fréttir. Ég þarf  virkilega að einsetja mér að lesa eða hlusta til að ég nái meiru en bara fyrirsögninni. Ég veit þetta eru heimsmál og allt það en þegar kemur að stríði, peningum, og græðgi…þá langar mig bara ekki að hlusta! Þetta er eins og að lesa um deiliskipulag Reykjavíkurborgar…mig langar bara ekkert að vita meira.

Ef ég fæ quota mother Theresu aðeins hérna:

„I will never attend an anti-war ralley; if you have a peace ralley, invite me.“

Ást og Friður.

Hugleiðingar á föstudegi.

Ok þetta var glötuð fyrirsögn…mjög svo fyrirsjáanleg eða eitthvað. Fyrsta sem mér datt í hug. Jæja skiptir ekki öllu. Ég er að hugleiða bæði helgina og vikuna sem var að líða.

Er að nefninlega svo heppin að ég mun vera að fara eyða helginni með hópi fólks að hugleiða og dansa Kiirtan. ALLA helgina. Það er æðislegt. Þetta verður 4 skiptið sem ég fer og rækta hugleiðsluna mín og já mannleg samskipti svona í leiðinni, sem má btw alltaf rækta og bæta. Hef mikinn áhuga á því sem og hugleiðslunni auðvitað.

Þarna mætum við í gamlan lýðháskóla…samt ekki alveg viss hvað fór þar fram…en já mætum og tökum Kiirtan sem er dans og söngur sem hitar líkamann upp fyrir sjálfa hugleiðsluna. Kiirtaninn hjálpar við að opna orkustöðvarnar (chakra) sem liggja frá efstu stöð sem er í fyrir ofan kollinn á okkur og alla leið niður hryggjinn í gegnum hálsinn og hjartað okkar. Þær eru sjö talsins og hafa hver sinn lit.

Þetta er eins og að hita líkamann upp á brettinu áður en maður fer að rífa í lóðin. Sem sagt mjög mikilvægt og bara gott stuff í alla staði!

Mér finnst ómetanlegt að hafa verið leidd á þá braut í lífinu og lifa andlegu lífi. Þetta á svo vel við mig og get ég í dag ekki verið án þess. Reyni því sem best ég get að rækta þetta fallega fyrirbæri sem er mitt innra og sanna sjálf. Kærleikann og ástina sem ég get sett útí kosmósið til að bæta heiminn og gera hann að betri stað. Maður gerir sig kannski ekki alltaf grein fyrir því hvernig heimurinn virkar. Það er allt lifandi og allt sem við gerum skiptir máli, hvað orku við setjum útí heiminn. Er eigilega bara klökk við að skrifa þetta. Mikið þakklæti sem býr í hjartanu á mér.

Samviskubit.

Veit ekki hvað það er sem er inn-prentað í mannfólkið að fá samviskubit yfir hinu og þessu. Ég þekki þetta allavega sjálf. Þetta er náttlega bara meira og minna algjörlega óþarft sjálfsniðurrif sem á sér stað í hausnum á fólki. Oftar en ekki ef við skoðum málið betur þá þurfum við einfaldlega að opna á okkur munnin við manneskjuna sem við höfum samvisskubit gagnvart og einfaldlega biðjast afsökunar á einhverju, sem nú við sjálf blásum upp í hausnum á okkur. Það neflega er ekki nóg að hugsa bara og hugsa, við verðum að ganga í hlutina. Be a doer not að thinker..

Eins og einn af mínum mörgu ráðgjöfum sagði við mig þegar ég var í meðferð hérna um árið; það sem skiptir megin máli er hvert fæturnir þínir bera þig. Mér fannst þetta einhvernvegin meika sens en núna 2 árum seinna já þá er það alltaf „hvert fæturnir mínir bera mig“ sem hefur komið mér á staðin sem ég er í dag. Tölum nú um það seinna samt. Það sem merkilegra var að þessi ágæti ráðgjafi gekk ekki eins og við gerum flest, hann hafði einhvern sjúkdóm sem gerði það að verkum að hann gat ekki beitt fótunum eins og við flest gerum. Samt báru þeir hann á þann stað sem hann þurfti að vera. Ótrúlegt!

Já og ég byrjaði að skrifa um samviskubit. Mér finnst þetta bara eitthvað svo merkilegt fyrirbæri. Þráhyggjan sem getur komið útfrá samvisskubiti og einfaldasti hlutur í heimi að ganga bara í verkin geta orðið manni ofviða.

Eitt sem mér finnst alltaf gott að muna er að það skiptir engu máli hversu mikið ég hugsa um hlutina sem eru að valda mér samviskubiti/kvíða/ótta…það er aldrei að fara breita neinu!

Svo „göngum“ bara í hlutina og hættum að hugsa svona mikið.

Vona að þetta hafi meikað eitthvað sens…gerði það allavega í hausnum á mér..

Kv Do-erinn.

RÆKTIN og ÉG.

Fór í ræktina í dag eftir 6 daga pásu…úfff! Veit ekki hvað það er með ræktina, er eitthvað svona gott-vont við hana, en samt…aðalega bara gott, allavega eftirá!

Öfgarnirnir í mér gera það að verkum að ég vill helst fara tvisvar á dag ALLTAF og verða Fitnessdrottning Íslands eftir mánuð. Það er samt ekkert að fara gerast sko og ég geri mér alveg grein fyrir því. Enda veit ég líka að hamingjan mín hangir ekki á því hvort ég líti út eins og Pamela Anderson í rauða sundbolnum í Baywatch..

Ef ég pæli í því (svona í skynsemi) þá vill ég vera eins og ég með minn líkama í mínu besta formi. Það er klárlega markmiðið mitt. Það er að segja, þegar ég hugsa rökrétt! Því öfgahugsanirnar um fitness drottninguna Örnu poppa reglulega upp og þá þarf ég að banka í öxlina/hausinn á mér og jafnvel fá lánaða dómgreind frá vinkonu. Ég þarf að stunda reglulega sjálfsskoðun svo hausinn með alla sína öfga stjórni ekki ferðinni.

En ræktin, snilld! Bæði fyrir líkama og sál…svo lengi sem markmiðin eru raunhæf og raunveruleikinn er að ég þarf að hafa fyrir því að komast í mitt besta form, eins og allir hinir. Þetta veit ég…eða svona oftast allavega..

Eigiði góða helgi og farið vel með ykkur!

xxA

Úthverf hugleiðsa.

Þá er komin einn annar dagur, fullur af tækifærum að sjálfsögðu! Ég reyndar er ekki svo mikið að sjá það í dag. Heilinn á mér er í sleep m0de. Sem gerist stundum. Þá er gott að hafa eitthvað til að dunda sér við..

Ég byrjaði daginn eins og flesta daga þetta haustið í Hússtjórnarskólanum þar sem við vorum í prjónatíma. Yndislegt alveg! Ég sem hélt ég gæti þetta ekki er orðin húkked, mér finnst þetta svo gaman. Er búin með einn vettling og hinn er í smíðum. Mætti meira segja með prjónana á fund í hádeginu og náði góðri slökun við að hlusta bara og prjóna slétt og brugðið til skiptis.

Við erum nokkrar í skólanum sem stundum hugleiðslu grimmt. Ég var einmitt að ræða við eina sem benti mér réttlega á það að það að prjóna er viss hugleiðsla og hún vildi kalla það „úthverfa hugleiðslu“. Þá erum við að tala um að ná að einbeita sér á einn hlut í vissan tíma, það getur verið til dæmis göngutúr, hlusta á tónlist, lesa osfrv. Bara nákvæmlega það sem virkar fyrir þig. Þannig nær maður góðri hugleiðslu sem þarf ekkert endilega alltaf að fela í sér að vera með lokuð augun í lotusstöðunni á jógadýnu…þó það sé nú yndislegt líka.

Ég á eftir að skrifa meira og ýtarlegra um hugleiðslu síðar…það er eitthvað sem ég reyni að gera daglega.. og núna meðan ég man ætla ég að finna mér eina góða á youtube og skella á mig headphonunum..

Later!

Besti dagur lífs míns.

Í dag er sennilega ekki endilega besti dagur lífs míns en ég veit það svosem ekki fyrir víst hvort hann verði það eða ekki…ekki ennþá allavega en hann gæti þó orðið það, eins og allir aðrir dagar. Því það er alltaf bara einn dagur og það er dagurinn í dag.

Mér fannst soldið merkilegt þegar vinur minn sagði mér fyrir stuttu sögu af vini sínum sem notaði þessa setningu óspart þegar hann hitti fólk, „þetta er besti dagur lífs míns“! Bara við það eitt að segja þessa setningu upphátt gerðist eitthvað magic, eflaust ekki bara fyrir hann heldur líka þann sem hann var að tala við.

Ok ég verð alveg að viðurkenna að dagurinn minn er búin að vera frekar svona óþægilegur…ég á bara stundum svona daga. Þar sem ég öskra á einn eða 2 bíla í umferðinni, næ ekki að njóta augnabliksins eins og ég á að mér og komast inní flæðið mitt þar sem ég er bara óendalega þakklát og kann að meta litlu hlutina. Þá er ég að meina litlu litlu hlutina, eins og bara að drekka kaffið mitt og að segja eitthvað fallegt við ókunnuga manneskju útí búð (samt ekkert creepy sko). Já ég elska þessa daga þegar ég er bara svo þakklát fyrir það eitt að vera á lífi og mér líður eins og ég gæti sigrað heiminn. Þannig næ ég stundum að handstýra mér á rétta staðinn andlega með því til dæmis að stíga inní óttan og gera hluti sem ég vill ekkert endilega vera að gera… þá virðast hurðirnar opnast að nýjum og spennandi tækifærum í lífinu.

Þannig gæti þessi dagur alveg eins og hver annar, orðið besti dagur lífs míns. Hver veit?

Blog Virgin.

Jæja þá sit ég inní eldhúsi eftir yndislegan rigningar dag að borða karmellupopp og siriussúkkulaði með kaffinu mínu, einn af þessum dögum sem ég bara varð að kaupa mér súkkulaði. Er að hugleiða nýju bloggsíðuna mína (þessa hérna já). Bara nokkuð sátt svo ég ákvað að henda í færslu nr 2 á degi 1 sem bloggari.

Búin að sækja prinsinn á leikskólann og já btw hitti stórskotaliðið í húsfélaginu áðan á leiðinni út. Þau voru orðið upppeppuð af silfurskottufréttum og báðu mig vinsamlegast um að koma á húsfund varðandi málið næsta fimmtudag. Allt að gerast hérna! Fann eina dauða á miðju svefnherbergisgólfinu þegar ég kom heim í dag. Verð komin með BS gráðu í siflurskottum þegar þetta tekur loksins enda. Er fyrir með BS í alkaholisma og fyrrverandi kærustum og er að vinna í nokkrum fleiri.

Er annars svona að hugleiða hvernig síðan á að vera, en svona enn sem komið er ætla ég bara buna út hugleiðingum um lífið og tilveruna og leifa ykkur að skyggnast inní líf mitt og ófarir. Alltaf gaman að lesa um ófarir annarra ekki satt?

More to come…

kv the blog virgin..þangað til í dag.

Silfurskotturnar í svefnherberginu.

Ég er búin að vera díla við silfurskottur í íbúðinni minni í Hlíðunum þar sem ég bý með syni mínum Stefáni Bent 2 ára. Okkur líður vel þarna og erum búin að búa í þessari litlu kósí íbúð síðan í febrúar. Um helgina fann ég silfurskottu í svefnherberginu. Ég er búin að vera með gæsahúð síðan! Aðsjálfsögðu fór ég í kasti og póstaði þessu inná beauty tips og fékk góð ráð, svo fór ég og talaði við húsfélagið. Ákvað að taka ábyrgðina í mínar hendur og bauðst til þess að tala við meindýraeyði fyrir hönd húsfélagsins.

Þetta var nú aðeins meira mál en ég hélt.. það þarf að undirbúa íbúðirnar fyrir sprautun eitursins og síðast en ekki síst þarf að sprauta hvern einasta krók og kima í stigagangnum og öllum íbúðunum/geymslum osfv. til að útrýma „krúttunum“. Svo kostar þetta 150þús kall. Gjaldkerinn var ekki alveg að fara hoppa á að ég pantaði bara meindýraeiðinn eftir þetta samtal. Það átti að safna fyrir verkinu!

Í gær fór ég í Byko og keypti eitur, ég eitraði íbúðina mína…útkoman var ógeðfeld þar sem „krúttin“ komu eitt af öðru undan veggjakörmunum og síðast en ekki síst voru flestar undir rúminu mínu! Martröðin um lifandi pöddur undir rúminu var sem sagt orðin að veruleika..

Ég hef ákveðið að púlla Pollyönnu á þetta! Einfaldlega að sama í hvaða aðstæðum ég lendi, alltaf að einblýna á jákvæðnina. Hvað get ég lært og tekið frá þessari reynsu?

Mig klægjar í hausinn við að skrifa þessa færslu og ég vaknaði í morgun með tak í hálsinum því ég sofnaði útfrá tölvunni (project runway) því ég var svo hrædd við að fara sofa, hugsandi um það hvort ég hefði ekki náð að drepa öll krúttin..

Pollyana er mætt úti þennan fallega þriðjudag.