Samviskubit.

Veit ekki hvað það er sem er inn-prentað í mannfólkið að fá samviskubit yfir hinu og þessu. Ég þekki þetta allavega sjálf. Þetta er náttlega bara meira og minna algjörlega óþarft sjálfsniðurrif sem á sér stað í hausnum á fólki. Oftar en ekki ef við skoðum málið betur þá þurfum við einfaldlega að opna á okkur munnin við manneskjuna sem við höfum samvisskubit gagnvart og einfaldlega biðjast afsökunar á einhverju, sem nú við sjálf blásum upp í hausnum á okkur. Það neflega er ekki nóg að hugsa bara og hugsa, við verðum að ganga í hlutina. Be a doer not að thinker..

Eins og einn af mínum mörgu ráðgjöfum sagði við mig þegar ég var í meðferð hérna um árið; það sem skiptir megin máli er hvert fæturnir þínir bera þig. Mér fannst þetta einhvernvegin meika sens en núna 2 árum seinna já þá er það alltaf „hvert fæturnir mínir bera mig“ sem hefur komið mér á staðin sem ég er í dag. Tölum nú um það seinna samt. Það sem merkilegra var að þessi ágæti ráðgjafi gekk ekki eins og við gerum flest, hann hafði einhvern sjúkdóm sem gerði það að verkum að hann gat ekki beitt fótunum eins og við flest gerum. Samt báru þeir hann á þann stað sem hann þurfti að vera. Ótrúlegt!

Já og ég byrjaði að skrifa um samviskubit. Mér finnst þetta bara eitthvað svo merkilegt fyrirbæri. Þráhyggjan sem getur komið útfrá samvisskubiti og einfaldasti hlutur í heimi að ganga bara í verkin geta orðið manni ofviða.

Eitt sem mér finnst alltaf gott að muna er að það skiptir engu máli hversu mikið ég hugsa um hlutina sem eru að valda mér samviskubiti/kvíða/ótta…það er aldrei að fara breita neinu!

Svo „göngum“ bara í hlutina og hættum að hugsa svona mikið.

Vona að þetta hafi meikað eitthvað sens…gerði það allavega í hausnum á mér..

Kv Do-erinn.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s