Úthverf hugleiðsa.

Þá er komin einn annar dagur, fullur af tækifærum að sjálfsögðu! Ég reyndar er ekki svo mikið að sjá það í dag. Heilinn á mér er í sleep m0de. Sem gerist stundum. Þá er gott að hafa eitthvað til að dunda sér við..

Ég byrjaði daginn eins og flesta daga þetta haustið í Hússtjórnarskólanum þar sem við vorum í prjónatíma. Yndislegt alveg! Ég sem hélt ég gæti þetta ekki er orðin húkked, mér finnst þetta svo gaman. Er búin með einn vettling og hinn er í smíðum. Mætti meira segja með prjónana á fund í hádeginu og náði góðri slökun við að hlusta bara og prjóna slétt og brugðið til skiptis.

Við erum nokkrar í skólanum sem stundum hugleiðslu grimmt. Ég var einmitt að ræða við eina sem benti mér réttlega á það að það að prjóna er viss hugleiðsla og hún vildi kalla það „úthverfa hugleiðslu“. Þá erum við að tala um að ná að einbeita sér á einn hlut í vissan tíma, það getur verið til dæmis göngutúr, hlusta á tónlist, lesa osfrv. Bara nákvæmlega það sem virkar fyrir þig. Þannig nær maður góðri hugleiðslu sem þarf ekkert endilega alltaf að fela í sér að vera með lokuð augun í lotusstöðunni á jógadýnu…þó það sé nú yndislegt líka.

Ég á eftir að skrifa meira og ýtarlegra um hugleiðslu síðar…það er eitthvað sem ég reyni að gera daglega.. og núna meðan ég man ætla ég að finna mér eina góða á youtube og skella á mig headphonunum..

Later!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s