Besti dagur lífs míns.

Í dag er sennilega ekki endilega besti dagur lífs míns en ég veit það svosem ekki fyrir víst hvort hann verði það eða ekki…ekki ennþá allavega en hann gæti þó orðið það, eins og allir aðrir dagar. Því það er alltaf bara einn dagur og það er dagurinn í dag.

Mér fannst soldið merkilegt þegar vinur minn sagði mér fyrir stuttu sögu af vini sínum sem notaði þessa setningu óspart þegar hann hitti fólk, „þetta er besti dagur lífs míns“! Bara við það eitt að segja þessa setningu upphátt gerðist eitthvað magic, eflaust ekki bara fyrir hann heldur líka þann sem hann var að tala við.

Ok ég verð alveg að viðurkenna að dagurinn minn er búin að vera frekar svona óþægilegur…ég á bara stundum svona daga. Þar sem ég öskra á einn eða 2 bíla í umferðinni, næ ekki að njóta augnabliksins eins og ég á að mér og komast inní flæðið mitt þar sem ég er bara óendalega þakklát og kann að meta litlu hlutina. Þá er ég að meina litlu litlu hlutina, eins og bara að drekka kaffið mitt og að segja eitthvað fallegt við ókunnuga manneskju útí búð (samt ekkert creepy sko). Já ég elska þessa daga þegar ég er bara svo þakklát fyrir það eitt að vera á lífi og mér líður eins og ég gæti sigrað heiminn. Þannig næ ég stundum að handstýra mér á rétta staðinn andlega með því til dæmis að stíga inní óttan og gera hluti sem ég vill ekkert endilega vera að gera… þá virðast hurðirnar opnast að nýjum og spennandi tækifærum í lífinu.

Þannig gæti þessi dagur alveg eins og hver annar, orðið besti dagur lífs míns. Hver veit?

4 athugasemdir við “Besti dagur lífs míns.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s