RÆKTIN og ÉG.

Fór í ræktina í dag eftir 6 daga pásu…úfff! Veit ekki hvað það er með ræktina, er eitthvað svona gott-vont við hana, en samt…aðalega bara gott, allavega eftirá!

Öfgarnirnir í mér gera það að verkum að ég vill helst fara tvisvar á dag ALLTAF og verða Fitnessdrottning Íslands eftir mánuð. Það er samt ekkert að fara gerast sko og ég geri mér alveg grein fyrir því. Enda veit ég líka að hamingjan mín hangir ekki á því hvort ég líti út eins og Pamela Anderson í rauða sundbolnum í Baywatch..

Ef ég pæli í því (svona í skynsemi) þá vill ég vera eins og ég með minn líkama í mínu besta formi. Það er klárlega markmiðið mitt. Það er að segja, þegar ég hugsa rökrétt! Því öfgahugsanirnar um fitness drottninguna Örnu poppa reglulega upp og þá þarf ég að banka í öxlina/hausinn á mér og jafnvel fá lánaða dómgreind frá vinkonu. Ég þarf að stunda reglulega sjálfsskoðun svo hausinn með alla sína öfga stjórni ekki ferðinni.

En ræktin, snilld! Bæði fyrir líkama og sál…svo lengi sem markmiðin eru raunhæf og raunveruleikinn er að ég þarf að hafa fyrir því að komast í mitt besta form, eins og allir hinir. Þetta veit ég…eða svona oftast allavega..

Eigiði góða helgi og farið vel með ykkur!

xxA

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s