Blog Virgin.

Jæja þá sit ég inní eldhúsi eftir yndislegan rigningar dag að borða karmellupopp og siriussúkkulaði með kaffinu mínu, einn af þessum dögum sem ég bara varð að kaupa mér súkkulaði. Er að hugleiða nýju bloggsíðuna mína (þessa hérna já). Bara nokkuð sátt svo ég ákvað að henda í færslu nr 2 á degi 1 sem bloggari.

Búin að sækja prinsinn á leikskólann og já btw hitti stórskotaliðið í húsfélaginu áðan á leiðinni út. Þau voru orðið upppeppuð af silfurskottufréttum og báðu mig vinsamlegast um að koma á húsfund varðandi málið næsta fimmtudag. Allt að gerast hérna! Fann eina dauða á miðju svefnherbergisgólfinu þegar ég kom heim í dag. Verð komin með BS gráðu í siflurskottum þegar þetta tekur loksins enda. Er fyrir með BS í alkaholisma og fyrrverandi kærustum og er að vinna í nokkrum fleiri.

Er annars svona að hugleiða hvernig síðan á að vera, en svona enn sem komið er ætla ég bara buna út hugleiðingum um lífið og tilveruna og leifa ykkur að skyggnast inní líf mitt og ófarir. Alltaf gaman að lesa um ófarir annarra ekki satt?

More to come…

kv the blog virgin..þangað til í dag.

4 athugasemdir við “Blog Virgin.

  1. Gott hjá þér! Það er líka gaman að blogga, ég sakna þess alltaf að hafa sleppt hendinni um of af mínu bloggi og tími ekki að hætta þó bloggumhverfið hafi sannarlega breyst með tilkomu facebook. Svo á kona líka bara að blogga fyrir sjálfa sig fyrst og fremmst svo njóttu mín kæra! 🙂

    Líkar við

    1. Já nákvæmlega Katla, ég er fyrst og fremst að gera þetta fyrir mig og til að auðga sjálfa mig. Og náttlega til að verða betri penni ! Hitt er allt blússandi plús 🙂

      Líkar við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s